Hugaróskir

Dáleiðsla & Heilun

Hvað er dáleiðsla?

Dáleiðsla er sálfræðilegt ástand þar sem einstaklingur upplifir dýpra stig af slökun, aukna einbeitingu og móttækileika fyrir tillögum.  Dáleiðsla er oft notuð í meðferðarskyni til að hjálpa fólki að vinna úr tilfinningalegum eða líkamlegum áskorunum og áföllum.  Dáleiðsla er ekki “stjórnlaus” og einstaklingurinn hefur alltaf stjórn á sínum hugsunum og getur valið að fylgja eða hafna tillögum. 

Dáleiðsla eða dáleiðslumeðferð er ákveðið hugarástand djúprar slökunar og einbeitingar sem við förum í á hverjum degi án þess að hugsa að við séum í dáleiðslu.  Þegar við erum í dáleiðsluástandi erum við með meðvitund en erum opnari fyrir ábendingum sem við værum ekki í venjulegri meðvitund.  Þannig er hægt að gera jákvæðar breytingar á tilfinningum, minningum, hugsunum og hegðun sem við erum búin að tileinka okkur í mörg ár, jafnvel áratugi. Þegar við förum að sofa á kvöldin, eða leggjumst í sófann fyrir framan sjónvarpið og erum á milli svefns og vöku þá erum við í dáleiðsluástandi.  Þegar þetta ástand næst þá ertu komin í mjög mikla slökun og undirmeðvitundin þín er farin að stýra ferðinni.  

Það kannast allir við að detta út, störu, dagdreyma, gleyma sér og vera niðursokkin.  Allt þetta kallast að vera í dáleiðsluástandi.  Þú ert með meðvitund en getur farið í ákveðna leiðslu sem þú hreinlega afmarkar þig algjörlega og útrýmir öllu áreiti í kringum þig.  Einmitt þetta ástand leiðir dáleiðari þig í til að ná sambandi við undirmeðvitundina þína og vinna að þeim breytingum sem óskað er eftir. 

Fyrstu frásagnir af dáleiðslumeðferðum má finna í sögu Egypta og Grikkja 2600 f.Kr.  En saga dáleiðslu hófst á 18. öld með læknisfræðitilraunum Austurríkismannsins Franz Antons Mesmers (1734-1815) og eftir nafni hans er orðið ‘mesmerize’ dregið, en það þýðir ‘að dáleiða’

Hvernig virkar dáleiðsla?

Hvernig virkar dáleiðsla?  Dáleiðsla byggir á því að leiða einstakling í breytt ástand meðvitundar, kallað dáleiðsluástand þar sem heilinn fer frá venjulegu vakandi ástandi yfir í slökunarstig.  Þetta ástand gerir einstaklingnum kleift að einbeita sér betur að innri hugsunum og tilfinningum.

Dáleiðari leiðir einstaklinginn inn í þetta djúpa dáleiðsluástand einbeitingar og slökunar með t.d. ábendingum, endurtekningum og myndmáli. Þegar þú ert í dáleiðslu gerir þessi mikla einbeiting þér kleift að leiða hjá þér áreiti og truflanir og vera opnari fyrir leiðsögn til að gera breytingar til að bæta heilsu þína.  Í þessu ástandi ertu opnari fyrir mildum leiðbeiningum frá dáleiðara þínum til að hjálpa þér að breyta eða skipta út hugsunum sem knýja fram núverandi hegðun þína. Dáleiðslumeðferð getur hjálpað til við að meðhöndla hvers kyns vandamál þar sem sálfræðilegir þættir hafa áhrif á líkamleg einkenni.

Í hvaða tilgangi er dáleiðsla notuð?  Dáleiðsla er oft notuð í klínískum tilgangi og getur verið mjög gagnleg við t.d. eftirfarandi:

  • Áfallaúrvinnsla:  Aðstoðar við að vinna úr sársaukafullum minningum og upplifunum
  • Kvíðastjórnun og slökun:  Til að draga úr kvíða eða streitu
  • Hegðunarbreytingar:  Til að takast á við fíkn
  • Svefnvandamál:  Til að bæta svefnvenjur og draga úr svefnleysi
  • Verkjastjórnun: Til að skoða rætur krónískra verkja 
  • Sjálfstraust:  Til að styrkja sjálfstraust og sjálfsmynd

Hjá Hugaróskum eru sérsniðnar meðferðir þar sem unnið er í áföllum (litlum og stórum) sem viðkomandi hefur orðið fyrir frá fæðingu (jafnvel í móðurkviði).  Þegar við lendum í áföllum á lífsleiðinni þá verður til minning.  Við þessa minningu festast ýmsar óþægilegar og sársaukafullar tilfinningar, sem geta síðan orsakað og framkallað hin ýmsu einkenni og hegðun hjá viðkomandi á lífsleiðinni.  

Meðferðin hentar öllum sem eru að glíma við mörg einkenni t.d. streitu, kvíða, svefnvandamál, ótta, hræðslu, höfnun, bugun osfrv eða eru komnir í kulnun (sjá algeng einkenni hér fyrir neðan).  Meðferðin hentar öllum þeim sem vilja vinna í áföllunum sínum og fá frelsi frá þessum erfiðu og sársaukafullu tilfinningum sem hafa fest rætur sínar hjá viðkomandi.  

Langar þig að skoða þetta nánar?  Hér finnur þú yfirlit yfir þær meðferðir sem eru í boði og ef þú ert í einhverjum vafa hvort þetta henti þér þá endilega hafðu samband:  hugaroskir@hugaroskir.is 

Hvað er undirmeðvitund?

Undirmeðvitundin er sá hluti hugans sem starfar utan við meðvitaða skynjun okkar en hefur samt mikil áhrif á hugsanir, tilfinningar og hegðun. Hún geymir upplýsingar, minningar, vanamynstur og viðbrögð sem við erum ekki meðvituð um daglega en sem stjórnar mörgu af því sem við gerum og hvernig við upplifum lífið og tilveruna.

Hvernig virkar undirmeðvitundin? Undirmeðvitundin starfar eins og minningabanki fyrir:

  1. Vana og hegðunarmynstur: T.d. hvernig við keyrum bíl án þess að hugsa um hvert skref.
  2. Minningar: Hún geymir bæði meðvitaðar og bældar minningar jafnvel frá æsku.
  3. Tilfinningar: Hún bregst við ákveðnum aðstæðum byggt á fyrri reynslu og tengslum.
  4. Viðhorf og trú: Undirmeðvitundin mótar viðhorf okkar og gildi, oft án þess að við gerum okkur grein fyrir því.
  5. Ósjálfráð líkamsviðbrögð: Öndun, hjartsláttur og melting eru stýrð af þessum hluta hugans.

Þegar við verðum fyrir áreiti sem við tengjum við fyrri reynslu getur undirmeðvitundin haft áhrif á hvernig við bregðumst við jafnvel án þess að við áttum okkur á því.

Algeng einkenni:

  • Kvíði – Prófkvíði
  • Streita
  • Exem
  • Kláði
  • Einelti
  • Þunglyndi
  • Skömm
  • Félagsfælni
  • Sjálfstraust
  • Eyrnasuð
  • Flughræðsla
  • Frestunarárátta
  • Fíkn – af ýmsu tagi
  • Áráttuhegðun
  • Höfnunarkennd
  • Hræðsla
  • Ótti
  • Fóbíur
  • Svefnleysi – svefnvandamál
  • Martraðir
  • Þunglyndi
  • Gigt – Vefjagigt
  • Naga neglur
  • Ofnæmi
  • Kulnun
  • Verkir – krónískir
  •  Neikvæðar tilfinningar
  •  Meltingarvandamál

Upplýsingar

Heimilisfang: Stórhöfða 21 - 2 hæð - 110 Reykjavík.
Er staðsett í sama húsi og Flísabúðin, gengið upp eina hæð. Einnig er lyfta í húsinu.

Opnunartími:  milli 8:00 - 17:00  (ath. ekki er bókað í meðferðartíma eftir kl. 14:00).

Sími: 620-1270

Netfang: hugaroskir@hugaroskir.is

Þú finnur Hugaróskir á samfélagsmiðlum: